tilvistarkreppa
Já, ég veit bara ekki neitt í minn haus þessa dagana. Ég veit ekki hvort það er bara af því að ég meika ekki að hugsa um þessa satans ritgerð sem ég á ennþá eftir að klára eða hvort ég er almennt bara að átta mig á einhverju sem ég hefði átt að fatta árið 2003. Ég er allavega ekki að meika tilhugsunina við að verða lögfræðingur. Ég meina, how boring is that?! Hvað á ég eiginlega að gera þegar ég útskrifast? Frá því að ég byrjaði í þessu námi hafa vinir mínir verið að spyrja mig hvernig ég meika eiginlega þetta nám og hvort þetta sé ekki ógeðslega leiðinlegt en mér hefur alltaf fundist námið alveg ágætt. Vandinn er bara að mig langar ekkert að vinna sem lögfræðingur. Ég klára B.A. gráðuna um jólin og þá tekur ML námið við, 2 ár í viðbót í námi sem ég veit ekki ennþá hvernig ég asnaðist í yfir höfuð. B.A. gráða í lögfræði er svona eins og að klára 3 ár í læknisfræði - það gagnast manni alveg voðalega lítið á vinnumarkaðinum. Samt er ég að spá í að fara ekki í ML námið. Ég er ekki viss um að ég vilji safna námslánum í tvö ár í viðbót ef mig langar svo ekkert að verða lögfræðingur. En ef ég klára ekki ML þá verð ég að gera eitthvað annað því að eitthvað verð ég víst að vinna við í framtíðinni. Hvað það á að vera veit ég bara ekki.
10 Comments:
Mér finnst þú vera ótrúlega dugleg og TÖFF Sólveig mín... BA í lögfræði, vá! Nú er svo lítið eftir hjá þér og já þú myndir verða helvíti fínn lögfræðingur. Það er víst gaman að vera lögfræðingur, og það er ótrúlega flottur starfstitill. Fjölbreytt starf og mismunandi verkefni. Það er ekki leiðinlegt. Svo ertu sæt, klár og einbeitt!
Ég sá þig samt alltaf fyrir mér fara útí hönnun eða list... þú varst svo mikil listaspíra einu sinni hehehehe..
keep on going girl!
Að klára lögfræðinganám gefur svo rosalega marga möguleika á vinnu ekki endilega bara lögfræði vinna. Margt skemtilegt hægt að gera í mismunandi fyrirtækjum. Það hlítur að vera spennandi Svo bara láta kallinn vinna :-).
Ég myndi bara gefast upp og fara að vinna við skúringar c",)
Já, ég gæti líka átt framtíðina fyrir mér í vöruflutningageiranum. Ég tek mig örugglega vel út undir stýri á átján hjóla treiler ;)
já ég styð 18 hjól ! alltaf !
og ég skil líka mjög vel þessa kreppu, stend líka í henni !
Hæ Sólveig.
Heyrðu Þórunn var að reyna að ná á þér um daginn en ekkert gekk... en allavega þá er 4f partý á morgun:) 'eg man ekki alveg hvar það er en það er allavega heima hjá Atla, Helgamagrastræti eitthvað. Endilega reyndu að kíkja, verður rosa stuð;)
Kíktu bara á síðuna okkar 4f2003.blogspot.com
Kveðja
Halldóra
Það var einhver kani í fréttunum áðan að tala um það sem þeir kalla "quarter-life crisis", ætli þetta falli ekki undir það. Það er náttúrulega alveg týpískt fyrir þá þarna fyrir vestan að búa til sérstakt orð fyrir þetta.
En já, ég kannast alveg ágætlega við hugsanir af þessu tagi sjálfur, hef aldrei verið viss um að ég sé að gera rétta hluti með þessu námi. Kannski átti ég að fara í jarðfræði... nú eða sagnfræði. En ég hugsa nú að ég klári þessi tvö ár fyrst að ég er kominn þetta langt.
Þú getur auðvitað meikað það í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur, hvort sem það er lögspeki eða vöruflutningar. :)
það er aldeilis að það á að vera í tilvistarkreppu lengi!! annars hef ég einstaka trú á þér og veit fyrir víst að mín á eftir að spjara sig og heldur betur en það...heldur er það ekki sama lögfræðingu og lögfræðingur en ég held að þar liggji fyrir ansi breiður vegur ef maður vill, jú bara að nota creaatífnina sem ég veit að er fyrir hendi...allavega er ég alltaf að hugsa um hvað ég eigi eftir að koma í heimsókn en einhvernvegin verður aldrei úr því...en ég skal bæta úr því
kærar kveðjur frá heimsins Hollandi
Looks nice! Awesome content. Good job guys.
»
I find some information here.
Skrifa ummæli
<< Home