29.6.06

Kveðum niður verðbolgudraugin!

Já, ég vil að sjálfsögðu leggja mitt af mörkum við að ná tökum á verðbólgunni og mun feta í fótspor Bjarka og fella niður gjaldtöku á blogginu mínu. Áskriftin mun því héðan í frá vera lesendum mínum að kostnaðarlausu. Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð en til að ná verðbólgunni niður þurfa allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, hversu lítið sem það kann að vera. Ég mun einnig falla frá fyrirhuguðum innheimtuaðgerðum á hendur þeim lesendum sem hafa ekki hingað til greitt áskriftargjaldið og fella niður uppsafnaðar skuldir þeirra. Sjá nánar um málið á gjaldfrjálsu bloggsvæði Bjarka.

11 Comments:

At 9:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mun þessi breyting vera afturvirk, og ef svo hvar geta lesendur endurheimt áður (of)greidd gjöld?

Ég mun persónulega halda áfram að 'stela' bloggum hér og þar, þ.e. lesa þau í leyfisleysi (svokallað pirate blogg, svipað og private software) - sem og rukka fyrir lestur blogga sem ég slysast til að skrifa hér og þar.

 
At 10:56 f.h., Blogger Solla said...

Til þess að fá endurheimt áður ofgreidd gjöld þarf að fylla út eyðublað 14-E í þríriti, fá frumritið stimplað með staðfestingarstimpli Z35-a, móttökustimpli V45-l og sendingarstimpli XY3-b, bláa afritið með stimplum Z35-b og A47-f og gula afritið með Z35-c. Eyðublaðið fæst í höfuðstöðvum blogger í Bandaríkjunum en stimplarnir í innheimtudeildinni í Kuala Lumpur. Til þess að fá eyðublaðið stimplað þarf að mæta á staðinn og sýna persónuskilríki. Því næst þarf að þinglýsa pappírunum hjá sýslumannsembættinu á Ísafirði. Ferlið tekur á að giska 2 ár og kostar u.þ.b. 500.000 með vegabréfakostnaði, áritunum og flugfargjöldum.

 
At 1:28 e.h., Blogger Ingólfur Friðriksson said...

Hehe, þú verður að setja þetta í smáaletrið á síðunni! Ekki annað að sjá af þessu að þú yrðir fyrirtaks lögfræðingur....en vandamálið er hvað yrði um mann þegar jarðvistinni lyki.

 
At 6:36 e.h., Blogger Solla said...

OMG, nördabloggsíða! Lögfræðinemar hljóta að vera leiðinlegasta fólk á jarðríki! ;) ...en mér finnst við samt geðveikt fyndin!

 
At 10:06 e.h., Blogger Mastro Titta said...

Ég hafði raunar ekki hugsað mér að hafa þessa gjaldskrárbreytingu afturvirka. Hinsvegar hef ég fallist á að afskrifa lægri skuldir þ.e. þær sem nema minna en 50.000 krónum að núvirði. Margir skulda þó stærri upphæðir og hafa sumir jafnvel ekki greitt áskriftargjöld í hátt í 4 ár. Geri þeir upp sínar skuldir fyrir næstu mánaðarmót fá þeir ríflegan afslátt af innheimtukostnaði.

Að öðrum kosti verður málið sett í viðeigandi farveg. Ég reikna með að handrukkun eftirstandandi krafa verði boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu á næstu ögum. Norskir vítisenglar og sikileyska mafían hafa þegar lýst yfir áhuga á verkinu.

 
At 11:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

ÉG TRÚI EKKI AÐ ÞÚ SKULIR HAFA SIGAÐ INTRUM Á MIG HELVÍSK!

 
At 7:14 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

This is very interesting site... Reservation form for casino night Two penis one girl Older woman huge tits stories free Hairy teachers pussy Online behind the wheel training home health2binfection control surveillance

 
At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

This is very interesting site... » »

 
At 7:07 f.h., Blogger Unknown said...

qzz0626
true religion jeans
fila shoes
bally shoes
jerseys from china
a bathing ape
simulation shoes
coach outlet
nike pegasus
jordan shoes
longchamp outlet

 
At 2:05 f.h., Blogger ouch said...

0821jejeVous êtes asics bleu et rose en mesure d'utiliser un tissu humide pour nettoyer. asics gel lyte v rose gold pas cher Parmi ceux-ci seront sûrement des chaussures. asics basket ball La marche nordique peut être un avantage pour chaussure nike tn homme 2017 le groupe de patients souffrant basket dunk nike de maux de dos chroniques, mais chaque nike air jordan french blue sujet reçoit un bénéfice individuel: vous asics gel kayano pour femme voyez que la marche vous donne un soulagement chaussure nike sb janoski merveilleux pour votre arthrite réduite des air jordan 5 black metallic silver membres.

 
At 2:46 f.h., Blogger zzyytt said...

yeezy sneakers
air jordans
michael kors outlet handbags
nike air max
michael kors
bape hoodie
adidas pure boost
coach factory outlet
asics shoes
michael kors outlet online

 

Skrifa ummæli

<< Home