Kveðum niður verðbolgudraugin!
Já, ég vil að sjálfsögðu leggja mitt af mörkum við að ná tökum á verðbólgunni og mun feta í fótspor Bjarka og fella niður gjaldtöku á blogginu mínu. Áskriftin mun því héðan í frá vera lesendum mínum að kostnaðarlausu. Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð en til að ná verðbólgunni niður þurfa allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar, hversu lítið sem það kann að vera. Ég mun einnig falla frá fyrirhuguðum innheimtuaðgerðum á hendur þeim lesendum sem hafa ekki hingað til greitt áskriftargjaldið og fella niður uppsafnaðar skuldir þeirra. Sjá nánar um málið á gjaldfrjálsu bloggsvæði Bjarka.