31.5.06

Bloggið mitt hefur hafnað mer O.O

Ég er búin að gera ítrekaðar tilraunir undanfarna daga til að blogga og ekkert gengur. En hver veit, kannski tekst mér að birta þessa færslu... Íris er búin að vera lasin síðustu daga. Hún fékk alveg heiftarlega ælupest og er svo búin að vera slöpp og með hita. Hún er samt orðin sæmilega hress núna þó að matarlystin sé ekki komin aftur. Við erum annars að fara suður á eftir. Hrói verður eftir en kemur á föstudag eða laugardag. Vala systir er að fara að fermast á sunnudaginn. Ég ætlaði sko þokkalega að vera búin að þrífa íbúðina hátt og lágt áður en við færum en það gerðist ekki. Ég var nýbyrjuð á ofur-þrifaplaninu mínu þegar Íris varð lasin. Það á bara ekki fyrir mér að liggja að ná að skilja við íbúðina í almennilegu ástandi. Það kemur alltaf eitthvað uppá þegar við erum að fara eitthvað!

Ég ætlaði að skrifa eitthvað um sveitarstjórnarkosningarnar í einum af þessum pistlum sem ég hef ekki getað birt en núna nenni ég því ekki. Ég er komin með ógeð á umfjöllun fjölmiðla um þetta. Öll umfjöllun hefur verið svo ferlega yfirborðskennd. Kannski voru þetta bara yfirborðskenndar kosningar. Engin raunveruleg kosningamál í mörgum bæjarfélögum eins og best sást á auglýsingum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem slagorðið var "skiptum um lit á bænum". Það var semsagt ekkert sem þeir gátu gert athugasemd við í stjórn bæjarins þannig að þeir báðu kjósendur bara að kjósa sig af því að þá langaði í bæjarstjórn. Alveg andlaust sko. Ég hefði allavega verði sérstaklega ákveðin í að kjósa EKKI Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði ef ég byggi þar, bara af því að mér fannst þetta svo ÖMURLEG auglýsingaherferð!

Anyhow, best að fara að pakka.

3 Comments:

At 9:20 e.h., Blogger Mastro Titta said...

Láttekkisvona, þetta var geggjuð herferð. Þvílíkar tæknibrellur og allskonar, helmassað alveg.

 
At 11:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða kosningar ? haaaa ?
:O)

 
At 7:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»

 

Skrifa ummæli

<< Home