31.5.06

Bloggið mitt hefur hafnað mer O.O

Ég er búin að gera ítrekaðar tilraunir undanfarna daga til að blogga og ekkert gengur. En hver veit, kannski tekst mér að birta þessa færslu... Íris er búin að vera lasin síðustu daga. Hún fékk alveg heiftarlega ælupest og er svo búin að vera slöpp og með hita. Hún er samt orðin sæmilega hress núna þó að matarlystin sé ekki komin aftur. Við erum annars að fara suður á eftir. Hrói verður eftir en kemur á föstudag eða laugardag. Vala systir er að fara að fermast á sunnudaginn. Ég ætlaði sko þokkalega að vera búin að þrífa íbúðina hátt og lágt áður en við færum en það gerðist ekki. Ég var nýbyrjuð á ofur-þrifaplaninu mínu þegar Íris varð lasin. Það á bara ekki fyrir mér að liggja að ná að skilja við íbúðina í almennilegu ástandi. Það kemur alltaf eitthvað uppá þegar við erum að fara eitthvað!

Ég ætlaði að skrifa eitthvað um sveitarstjórnarkosningarnar í einum af þessum pistlum sem ég hef ekki getað birt en núna nenni ég því ekki. Ég er komin með ógeð á umfjöllun fjölmiðla um þetta. Öll umfjöllun hefur verið svo ferlega yfirborðskennd. Kannski voru þetta bara yfirborðskenndar kosningar. Engin raunveruleg kosningamál í mörgum bæjarfélögum eins og best sást á auglýsingum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem slagorðið var "skiptum um lit á bænum". Það var semsagt ekkert sem þeir gátu gert athugasemd við í stjórn bæjarins þannig að þeir báðu kjósendur bara að kjósa sig af því að þá langaði í bæjarstjórn. Alveg andlaust sko. Ég hefði allavega verði sérstaklega ákveðin í að kjósa EKKI Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði ef ég byggi þar, bara af því að mér fannst þetta svo ÖMURLEG auglýsingaherferð!

Anyhow, best að fara að pakka.

18.5.06

no damn euro trash freak

Ég get ekki orða bundist lengur. Ég hætti að horfa á Júróvisjon fyrir nokkrum árum síðan af því að ég fékk bara of mikinn kjánahroll af því. Núna hef ég hækkað kjánastuðulinn svolítið og treysti mér til að horfa á þetta aftur. What a freak show! Við erum að tala um að Finnar og Íslendingar virðast vera eina fólkið með viti í þessu prógrammi! Eftir að hafa séð marga misvel klædda keppendur stigu portúgölsku stelpurnar á svið. Þá tók algjörlega steininn úr. Hvað er málið með að vera ekki í neinu að neðan?! Það er greinilega það heitasta í dag. Allavega ef marka má Júróvisjon. Svo á eftir Portúgal kom framlag Svíþjóðar. Jú, hún var í einhverju að neðan en ég gat ekki betur séð en að skórnir væru áfastir buxunum. Semsagt vöðlur með pinnahæl og mjórri tá. Heyrðu, svo næsta lag, ég man ekki einu sinni hvaða land það var. Það var allavega sungið af annarri sænskri stelpu sem hafði reyndar ekki fest skóna við buxurnar en var í hvítum stígvélum upp á mið læri! Ég held bara að Finnar ættu að vinna þetta í ár.

Mér finnst samt snilld hvaða áhrif Silvía Nótt hefur haft á þjóðina undanfarið. Aldrei þessu vant er enginn viss um að við vinnum, fólk er ekki einu sinni visst um að við komumst í aðalkeppnina. En allir halda með Silvíu - ja, eða hafa allavega áhuga á að fylgjast með henni.

15.5.06

Oh my!

OK, það er kannski ekki viðeigandi fyrir svona ráðsetta móður að segja svona en ég bara verð! Rokkarinn í American Idol... oh my sweet lord! That man is SEXY! Ég vil að hann vinni. Hann er drop dead gorgeous og svo spillir ekki að hann er alveg þrusugóður!

þetta er fyrirsögn

Ég er búin að gera endalaust margar tilraunir til að blogga að undanförnu en alltaf þegar ég er búin að skrifa ægilega langan og fínan pistil þá get ég ekki publishað. Fuss og svei. Ég er búin að vera í frekar mikilli afslöppun síðustu daga, ákvað í samráði við leiðbeinandann minn að skila ritgerðinni í ágúst. Það var fúlt en ég vil samt frekar gera það en að skila einhverju sem ég er alls ekki ánægð með. Leiðbeinandinn minn stakk svo af til Frakklands á föstudaginn þannig að ég ætla bara að slaka á þangað til hann kemur aftur. Þ.e. ef hann kemur eitthvað aftur, var að frétta að hann hefði hætt í vinnunni for good á fimmtudaginn. Vona bara að það komi ekki niður á ritgerðinni minni.

Annars gerðust þau stórtíðindi um helgina að ég fór að tralla með Ásu. Það var algjör snilld! Langþráð almennilegt djamm. Við vorum báðar eitthvað ekki alveg að nenna að djamma en svo þegar við vorum búnar að deila þremur bjórum vorum við alveg komnar í gírinn. Svo hittum við Gústa og Láka og einhvern gaur sem ég þekki ekki neitt á Amor og grilluðum með þeim (án Grilla samt, enda lofar hann bara grilli upp í ermina á sér og stendur ekki við neitt, eða svo hef ég heyrt) í dágóða stund. Svo var dansað eins og aldrei hefur verið dansað fyrr og að lokum hittum við Tóta og Sirrí sem voru í góðum fíling. Gaman að þessu.

Hrói byrjaði að vinna aftur í dag þannig að ég er officially orðin heimavinnandi húsmóðir. Það var líklega kominn tími til af því að það er þvílík risahrúga af þvotti sem bíður afgreiðslu, eldhúsið mætti alveg við því að komast í kynni við tusku og það sama má segja um gólfin. Ég er nú samt að spá í að hlaupa frá þessu öllu saman og skella mér suður í spillinguna í vikunni. Það veltur aðeins á því hvort ég þarf að mæta í vinnu einhvern tíma á næstunni. Jæja, ætli það sé ekki best að fara að sinna barninu og koma í veg fyrir að hún hámi í sig skóna sína.

10.5.06

Panikk panikk

Ég er að fara á taugum út af ritgerðinni. Mike er ekki búinn að skila mér eintakinu sem ég skilaði honum á föstudaginn og ég á að skila á mánudaginn, sem þýðir að þetta þarf að prentast á föstudaginn!!! Ég er algjörlega að fara af hjörunum. Sérstaklega eftir að mamma las ritgerðina mína yfir og var bara ekki sátt! Og núna held ég að ég muni fá svona 2 fyrir þessa #%*@ ritgerð. Svo virðist ég vera búin að gleyma því hvernig maður á að vísa til heimilda, gera footnotes, header og footer, forsíðu... ég er í alvörunni að fá taugaáfall. Svo til að bæta gráu ofan á svart eru bæði inngangurinn og lokaorðin algjört crap og ég veit EKKERT hvað ég á að gera í því! Ég hata þessa ritgerð svo mikið! Það fær sko enginn að lesa hana nokkurn tíma fyrir utan leiðbeinanda og prófdómara.

Og eitt að lokum, ég veit ekki neitt um neitt og það veit enginn neitt um neitt! Ég veit ekkert fyrir hvaða tíma á mán. við eigum að vera búin að skila, ég veit ekki hvernig forsíðan á að líta út, ég veit bara ekki neitt! GRRRRR!!!

4.5.06

Asnalegur dagur

Í fréttunum í gær var sagt frá degi asnans sem haldinn er hátíðlegur 1. maí ár hvert í einhverjum bæ í Mexíkó. Ekkert að því, enda asnar voðalega krúttleg og dugleg dýr. Ég fékk samt alveg hroll við að horfa á upptökuna frá hátíðinni. Maður hefði haldið að dagurinn væri haldinn til að heiðra asnann og allt hið góða verk sem hann hefur unnið í þágu almennings í Mexíkó í gegnum tíðina. En nei! Um götur bæjarins voru leiddir asnar uppáklæddir í spariföt og sombreróa, keppt var í asnaveðhlaupi þar sem aumingja dýrin voru barin áfram með keyrum og pískum miskunnarlaust og til að toppa þessa hryllingshátíð var búið að klæða eitt asnagrey upp í barnaföt og troða honum ofan í barnakerru! Þið vitið, svona regnhlífakerru! Aumingja asninn lá þarna allur í keng og leið greinilega ekki vel. Svona heiðra Mexíkóbúar dýrið sem hefur þrælað fyrir þá öldum saman.

3.5.06

Sleppa ekki föngum vegna otta um að illa verði farið með þa

Nýjasta röksemdafærsla Bandaríkjastjórnar fyrir því að halda áfram 490 föngum án dóms og laga í Guantanamo fangelsinu er svo stórkostlega fáránleg að ég fæ ekki orða bundist. Þeir vilja ekki sleppa föngunum vegna þess að þeir óttast að verði þeim skilað til heimalanda sinna muni yfirvöld þar beita þá harðræði. Þetta er náttúrulega frábær hugmynd sem vert er að útfæra í stærra mæli. Við gætum losnað við flóttamannavanda heimsins á einu bretti! Byggjum bara risa-risa-risastórt fangelsi með hámarks öryggisgæslu og setjum alla flóttamennina þangað. Þá getum við "verndað" þá fyrir hugsanlegum mannréttindabrotum á hendur þeim. Það liggur að sjálfsögðu í augum uppi að það er betra fyrir fangana í Guantanamo að vera haldið gegn vilja sínum, án þess að nokkrar sakir hafi verið sannaðar á þá fyrir dómi heldur en að lifa frjáls í heimalandi sínu og eiga það á hættu að verða fyrir slæmri meðferð af hendi yfirvalda.

Þetta er enn eitt dæmið um þá yfirgengilegu kynþátta- og menningarfordóma sem einkenna bandarísk stjórnvöld. Það er ótrúlegt að á 21. öldinni geti nokkur ríkisstjórn endurspeglað aðra eins fordóma, fáfræði og föðurlandshroka.

1.5.06

mmm Dublin




You Belong in Dublin



Friendly and down to earth, you want to enjoy Europe without snobbery or pretensions.

You're the perfect person to go wild on a pub crawl... or enjoy a quiet bike ride through the old part of town.



Edinborg er nú reyndar stefnan en Dublin kæmi alveg til greina líka :)

Seð fyrir endann

Það er eiginlega hálf ótrúlegt að sjá loksins fyrir endann á þessari ritgerð. Mér finnst hún reyndar ekki góð en það gæti verið af því að ég er komin með svo mikið ógeð á þessu dóti. Ég get ekki beðið eftir að vera búin! Svo er verst að þegar ég verð loksins búin með þetta þá þýðir ekki að bara prenta og hefta eins og venjulega, við þurfum að skila alls 6 eintökum, þremur fyrir deildina og þremur fyrir bókasafnið. Og þetta bókasafn þarf að sjálfsögðu að flækja málið með því að þurfa að fá eitt á lausum blöðum, eitt innbundið og eitt á geisladisk. Þannig að ég geri ráð fyrir því að það fari a.m.k. heill dagur í að koma þessum eintökum í rétt form. En ef Mike líkar þetta sem ég sendi honum í morgun þá gæti ég hugsanlega klárað þetta fyrir helgi! Það er ótrúlegt!