Baunir
Smá glaðningur í amstri dagsins. hér
Most of the trouble with this world has been caused by folks who can't mind their own business, because they have no business of their own to mind, any more than a smallpox virus has. William S. Burroughs
Ég hef bloggað um þetta áður. Ég er bara svo pirruð núna að ég neyðist hreinlega til að blogga um þetta aftur.
Rosalega eru iPod plöggarnir óþægilegir! Ég eyðilagði Koss plöggana mína í síðasta mánuði og er búin að vera að reyna að treina það að fá mér nýja almennilega plögga en ég er eiginlega alveg að hætta að meika þetta. Ég fæ verki í eyrun eftir 5 mín. og ef ég er með þá lengi þá fer ég að verða stíf í öxlunum og hálsinum. Núna líður mér eins og það sé eldur í eyrunum á mér. Það hljómar reydnar eins og setning úr viðlagi hjá einhverri sveitaballahljómsveit!
Hvað á að gera við Íran? Chirac vill viðskiptaþvinganir, Bush vill sprengja það í loft upp, Rússar vilja ekki taka afstöðu en Bretar segja að flest ríkin sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða.
I need some cheering up! Þannig að nú krefst ég þess að þið segið mér hvernig ykkur finnst ég vera með þessu hér. Vííí!
Ég held að ég hljóti að vera að nálgast það að klára netið. Ég er búin að gúggla ótrúlegustu hlutum, missa mig á wikipedia og skoða öll blogg fimmtán sinnum. Ég er nefnilega í smá taugaáfalli yfir því að það séu bara 12 daga þangað til ég á að skila ritgerðinni og tek það út svona . . . gáfulegt!
. . . 17 síður
Jamm, ég er á bókasafninu á páskadag. Búin að slugsa í tvo daga þannig að það er eins gott að fara að koma einhverju í verk. Mamma og pabbi voru í skíðaferð á Akureyri í síðustu viku þannig að við vorum með þeim flest kvöld. Svo ákvað ég að taka mér frí á föstudaginn og gerði svo að sjálfsögðu ekkert í gær heldur... M&P fóru ekki fyrr en uppúr hádegi og svo komu Bjartey og Maggi í heimsókn og þegar þau fóru var klukkan farin að ganga fimm þannig að við skruppum bara í sund. Þannig að það er eins gott að koma einhverju í verk í dag. Mér heyrist flestir vera komnir lengra með þessa blessuðu ritgerð en ég og leiðbeinendurnir snappandi á fólk hægri vinstri fyrir að standa sig ekki, mér þætti bara ánægjulegt að rekast á minn leiðbeinanda á göngunum þótt ekki væri meira...
Ég er stopp. Algjörlega stopp. Ég held, án gríns, að það hafi bæst svona 300 orð við ritgerðina mína síðan á fimmtudaginn. Ég veit ekki hvað ég á að gera! Mig langar mest að henda þessu helvíti í ruslið núna. Þetta stefnir í að verða sú alversta ritgerð sem ég hef á ævinni skrifað! Til að bæta gráu ofan á svart eru allir farnir í páskafrí þannig að ég get ekki einu sinni beðið neinn að lesa þetta yfir fyrir mig.
Mig langar í páskafrí. Og almennilegt páskaegg! Þ.e. ekki eitthvað ógeðs nóa sirius páskaegg sem er 90% rjómi. Mig langar í almennilegt páskaegg úr GÓÐU súkkulaði. Það verður líklega ekki. Ég frétti samt um daginn að það er eitthvað bakarí í Mosfellsbænum sem býr til páskaegg úr almennilegu súkkulaði en þau kosta víst 3500 kall stykkið, enda handgerð og úr almennilegu súkkulaði. Ég er að spá í að byrja strax að safna fyrir svoleiðis páskaeggi fyrir næstu páska. Þessa páska ætla ég að láta mér nægja að fá mér páskaegg fyrir fólk með mjólkuróþol, þau eru ágæt.
Ok, það er eitt sem ég er mikið búin að vera að pæla í síðustu daga. Það er nýja æðið hérna á Akureyri, 200.000 kr. pottasett. Hvað er málið með það? Hver kaupir sér potta á 200.000? Við borguðum 420.000 fyrir bílinn okkar og það er BÍLL ekki pottar! Ég sat á kaffihúsi fyrir helgi og var að reyna að læra en á næsta borði við mig var maður sem var mikið að reyna að sannfæra hjón sem voru þarna með honum um að þessir pottar væru algjörlega málið. Og þetta fólk var bara alveg að kaupa þetta! Já, sko auðvitað er réttlætanlegt að borga 230.000 fyrir pottasett! Maður fær sko svona rafmagnspönnu með ef maður tekur það tilboð, þá getur maður nefnilega steikt kjötið á henni og grænmetið á hinni sem fer á eldavélina. Svo sparar maður nefnilega á því að kaupa þessa potta. HA?! Já, því að sko þú þarft ekki að nota sápu á þá þegar þú þværð þá, svo á maður alltaf að elda allt á lægri hita á þeim þannig að maður sparar rafmagn og svo eru þeir svo góðir sko að maður þarf bara ekki að nota neina olíu og þeir fara svo vel með hráefnið að maður þarf bara ekki að nota nein krydd! Vá! Hversu mikla sápu notar þessi maður við að þvo upp? Og hvaða olíu kaupir hann eiginlega til að steikja uppúr? Fyrir utan það að þá getur maður nú alveg eins keypt sér teflon pönnu á 3000 kall í IKEA! Já, en svo er bara svo gott að elda á þessu, maður getur meira að segja bakað í pönnunni! Af hverju í andsk... ætti ég að vilja baka í pönnunni minni? Fyrir utan það að ef mér sýnist svo get ég alveg bakað í stálpönnunni minni, helli bara deigi í hana og sting henni í ofninn... Æ, ég veit það ekki, mér finnst þetta hljóma eins og 200.000 kr fótanuddtæki. Jújú, þetta virkar kannski alveg en vantar mig þetta í alvörunni?
|
OK, ég er farin að halda að það hefði frekar borgað sig fyrir okkur að kaupa glænýja Skoda Oktavíu dísel sem eyðir 4,9l á hundraði en að kaupa 10 ára gamlan WV Golf. Ekki það að bíllinn okkar eyði eitthvað fáránlega miklu, bensínið er bara álíka dýrt og gull! Hrói ætlaði að taka bensín í gær, fór á Olís í sjálfsafgreiðslu, svo þegar hann var búinn að dæla svona 12 lítra þá rak hann augun í verðið, 119 kr! Í sjálfsafgreiðslu! Er ekki í lagi?! Hann allavega hætti snarlega að dæla. Svo fór ég áðan á Orkuna (haha, var næstum því búin að skrifa Okruna) með Orkukort - og jújú, fékk bensínið alveg hræódýrt, aðeins 112,7 kr... Svo var einhver hálfviti búinn að ata dæluna alla út í bensíni! Þannig að núna anga ég eins og bensínstöð! Grrrr! Sem er náttúrulega að sjálfsögðu afleiðing af verðhækkununum af því að fólk sem er vant að fara í þjónustu er farið að dæla sjálft, fólk sem bara hreinlega ræður ekki við að dæla bensíni sjálft án þess að frussa því öllu yfir dæluna! Ég held að bensínstöðvarnar þurfi að fara að veita dæluhömlunarafslátt, fyrir fólk sem er dæluhamlað og ræður ekki við að dæla bensíni á bílinn sinn sjálft.