27.4.06

Baunir

Smá glaðningur í amstri dagsins. hér

26.4.06

Allir þessir fermetrar

Ég hef bloggað um þetta áður. Ég er bara svo pirruð núna að ég neyðist hreinlega til að blogga um þetta aftur.

Háskólinn á Akureyri er alveg ljómandi menntastofnun. Allir innviðir skólans (svona fyrir utan Þingvallastræti kannski) eru voðalega fínir. Það er dýrt gólfefni, flott húsgögn, ágætis aðstaða. Mötuneyti skólans rúmar alveg góðan slatta af fólki og stofurnar eru rúmgóðar (þó að það hafi reyndar ekki verið splæst í borð af fullri stærð). Eitt hefur þó algjörlega setið á hakanum. Námsaðstaða. Það er kannski kennslupláss fyrir þessa 1500 nemendur skólans en það er bara gert ráð fyrir því að 16 nemendur með fartölvur læri á bókasafninu og 16 nemendur sem eru ekki með fartölvur. Auk þess eru 24 borðtölvur á bókasafninu en þær eru að mestu notaðar til yfirlestrar og útprentunar. Ég er ekki að ýkja þetta. Það eru 16 borð á bókasafninu þar sem má vera með fartölvur. 16. Hvað er að?!

Í morgun mætti ég seint í skólann af því að ég fór með bílinn í umfangsmikil olíuskipti áður en ég mætti. Þegar ég kom í skólann var setið við hvert einasta borð þar sem má vera með fartölvur þannig að ég hafði þrjá kosti og alla illa. Í fyrsta lagi gæti ég sest við borð þar sem er fyrirferðarmikil borðtölva með túbuskjá sem tekur hálft vinnurýmið. Ég er að vinna úr slatta af gögnum þannig að ég þarf pláss og því kemur eiginlega ekki til greina að vinna einhversstaðar þar sem er ekkert pláss. Í öðru lagi gæti ég hætt mér inn á yfirráðasvæði úrillra húkrunarfræðinema í prófatörn sem myndu éta mig lifandi ef ég tæki upp litlu, hlóðlátu tölvuna mína. Í þriðja lagi gæti ég sest í matsalinn þar sem fólk er í kaffi og að vinna hópverkefni. Af þremur möguleikum er mötuneytið illskást. Allavega fram að hádegi. Þá verð ég að finna mér eitthvað annað af því að ég get ekki kallað það vinnufrið að hafa hálfan skólann í kringum mig að snæða hádegisverð. Já svei!

Ég get allavega huggað mig við að ég skrifaði 500 orð á smurstöðinni, kannski ég ætti að fá að sitja hjá þeim í dag og læra ;)

25.4.06

Hmmmm....

Rosalega eru iPod plöggarnir óþægilegir! Ég eyðilagði Koss plöggana mína í síðasta mánuði og er búin að vera að reyna að treina það að fá mér nýja almennilega plögga en ég er eiginlega alveg að hætta að meika þetta. Ég fæ verki í eyrun eftir 5 mín. og ef ég er með þá lengi þá fer ég að verða stíf í öxlunum og hálsinum. Núna líður mér eins og það sé eldur í eyrunum á mér. Það hljómar reydnar eins og setning úr viðlagi hjá einhverri sveitaballahljómsveit!

Það er eldur í eyrunum á mér
Já, eldur en enginn þetta sér!
Eldur í eyrunum á mér
ójé
eldur í eyrunum á mééééér!!!

Vá, ég held að heilinn á mér sé stíflaður. Það eina sem kemst út er eitthvað bull. Ég held að hausinn á mér gæti sprungið ef ég fer ekki að klára þessa ritgerð. Og ef ég held áfram að hlusta á Paradise Lost í þessum satans plöggum!

20.4.06

Íran

Hvað á að gera við Íran? Chirac vill viðskiptaþvinganir, Bush vill sprengja það í loft upp, Rússar vilja ekki taka afstöðu en Bretar segja að flest ríkin sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu séu sammála um að það þurfi að grípa til aðgerða.

Þegar Norður-Kóreumenn tilkynntu að þeir væru vel á veg komnir með að framleiða kjarnavopn varð tímabundinn stormur í vatnsglasi. Hótanir um viðskiptaþvinganir, einhverjir hvísluðu innrás. Engum datt samt í hug að gera raunverulega innrás. Bandaríska þjóðin vill ekki Víetnam nr.2. Svo eru líka skógar í Norður-Kóreu og Bandaríkjamenn lærðu 'the hard way' að fara ekki í stríð þar sem óvinurinn getur skýlt sér á bak við tré. Svo tilkynntu Norður-Kóreumenn að þeir væru búnir að smíða kjarnavopn, einhverjar samningaviðræður áttu sér stað og ró færðist yfir í vatnsglasinu.

Í Íran er enginn skógur. Hins vegar eiga þeir fullt af olíu og ef Bush fer í stríð við þá tryggir hann hátt olíuverð. Bush á fullt af olíu og verður ríkur. Svo er líka svo gaman í stríðsleik. Þetta er ekki stormur í vatnsglasi. Þetta er alvara.

Í morgun heyrði ég endursýningu á morgunþættinum á NFS frá því í gær. Yfirleitt er þessi þáttur eitthvað innantómt blaður en þau eiga samt sínar björtu hliðar, fallega fólkið á NFS. Þau eru t.d. óhrædd við að tjá skoðanir sínar á málunum. Í þættinum sem ég heyrði í morgun missti einn fréttamaðurinn það út úr sér að það mætti halda að Bush væri að undirbúa sína eigin helför í Austurlöndum nær, útrýmingu á múslímum. Um leið og hann sleppti orðinu áttaði hann sig á því hvað þetta var hræðilegur hlutur sem hann var að láta út úr sér og varð hálf vandræðalegur. Talinu var eytt og fréttafólkið snéri sér að einhverju léttvægara tali (Tom Cruise, geðheilsa hans og erfinginn litli voru ofarlega á baugi að mig minnir).

Helförin var eins og flestir gera sér grein fyrir svo hræðileg að því fá orð ekki lýst. Þess vegna veigrar fólk sér við því, réttilega, að bera eitthvað saman við hana. Hins vegar er að sumu leyti svolítið til í þessu hjá fréttamanni NFS. Múslímar hafa verið, gegn vilja sínum, án efa, skipaðir vondu karlarnir í heiminum í dag og Bandaríkjastjórn elur á fyrirlitningu og hræðslu á múslímum. Fólk óttast menn með dökkt hár og skegg, jafnvel þó að umræddir einstaklingar séu hvorki arabar né múslímar. Af þeim 558 mönnnum sem Pentagon upplýsti um að væru í haldi í Guantanamo eru 364 frá Afganistan, Sádi-Arabíu og Jemen. Flestir eru skráðir sem meðlimir í óvinaherjum. Hvaða herir ætli það séu? Ég veit ekki til þess að Sádi-Arabía sé í stríði við BNA, hvað þá Jemen.

Auðvitað er ekkert gamanmál þegar ríki koma sér upp kjarnavopnum. Við vitum hvað kjarnavopn eru hræðileg og við ættum að róa að því öllum árum að fækka slíkum vopnum í heiminum. Hins vegar er staðreynd að BNA eiga stærstan hluta kjarnavopna í heiminum. Ekki Íran, ekki Pakistan, ekki Norður-Kórea. Og hverjir eru líklegastir til að nota slík vopn eins og staðan er í dag? Við búum við hryðjuverkaógn í heiminum í dag. Hvernig er hægt að búast við öðru þegar hryðjuverkamaður situr á forsetastóli í stærsta, sterkasta og ríkasta herveldi heimsins?

19.4.06

Jæja elskurnar minar!

I need some cheering up! Þannig að nú krefst ég þess að þið segið mér hvernig ykkur finnst ég vera með þessu hér. Vííí!

18.4.06

Það er ekki í lagi með mig

Ég held að ég hljóti að vera að nálgast það að klára netið. Ég er búin að gúggla ótrúlegustu hlutum, missa mig á wikipedia og skoða öll blogg fimmtán sinnum. Ég er nefnilega í smá taugaáfalli yfir því að það séu bara 12 daga þangað til ég á að skila ritgerðinni og tek það út svona . . . gáfulegt!

17.4.06

6000 orð eru . . .

. . . 17 síður
. . . 494 línur
. . . 50% af hámarkslengd lokaritgerðar við lagadeild Háskólans á Akureyri
. . . 60% af lágmarkslengd lokaritgerðar við lagadeild Háskólans á Akureyri
. . . mikil vinna
. . . bara byrjunin

Annars var páskaeggjamálshátturinn minn eftirfarandi: verkfæri eru best ný, vinátta er best gömul
Ekki svo vitlaust. Svo fékk ég reyndar einn í svona litlu páskaeggi í síðustu viku en hann var svo skrýtinn að ég man hann ekki.

Hrói fékk þolinmæði þrautir vinnur allar og engin rós er án þyrna. Það er greinilegt að það er erfiðara að búa með sumum en öðrum . . . :S

16.4.06

Paskadagur a bokasafninu

Jamm, ég er á bókasafninu á páskadag. Búin að slugsa í tvo daga þannig að það er eins gott að fara að koma einhverju í verk. Mamma og pabbi voru í skíðaferð á Akureyri í síðustu viku þannig að við vorum með þeim flest kvöld. Svo ákvað ég að taka mér frí á föstudaginn og gerði svo að sjálfsögðu ekkert í gær heldur... M&P fóru ekki fyrr en uppúr hádegi og svo komu Bjartey og Maggi í heimsókn og þegar þau fóru var klukkan farin að ganga fimm þannig að við skruppum bara í sund. Þannig að það er eins gott að koma einhverju í verk í dag. Mér heyrist flestir vera komnir lengra með þessa blessuðu ritgerð en ég og leiðbeinendurnir snappandi á fólk hægri vinstri fyrir að standa sig ekki, mér þætti bara ánægjulegt að rekast á minn leiðbeinanda á göngunum þótt ekki væri meira...

12.4.06

væl

Ég er stopp. Algjörlega stopp. Ég held, án gríns, að það hafi bæst svona 300 orð við ritgerðina mína síðan á fimmtudaginn. Ég veit ekki hvað ég á að gera! Mig langar mest að henda þessu helvíti í ruslið núna. Þetta stefnir í að verða sú alversta ritgerð sem ég hef á ævinni skrifað! Til að bæta gráu ofan á svart eru allir farnir í páskafrí þannig að ég get ekki einu sinni beðið neinn að lesa þetta yfir fyrir mig.

Svo er ég komin með yfirgengilega mikinn pirring út af sumrinu. Ég er búin að reikna út að ef ég fæ einhverja skítavinnu sem borgar skítalaun eins og öll önnur sumur síðan ég byrjaði að vinna á sumrin þá borgar það sig næstum því fyrir mig að vera heima. Ég þarf að kaupa mér vinnuföt, borga 30.000 fyrir dagmömmu á mánuði, kaupa mér eitthvað að borða í hádeginu af því að maður er aldrei eins duglegur og maður ætlar að vera að smyrja sér nesti, svo eru það skattar, lífeyrissjóður og allt það rugl og á endanum þá fæ ég kannski 50.000 á mánuði fyrir að vinna fulla vinnu. Og ef ég tek aukavinnu þarf ég að fá pössun fyrir stelpuna á meðan þannig að ég græði nánast ekkert á því. Helvítis rugl. Ég er alvarlega farin að spá í að fá mér bara kvöldvinnu og droppa þessu dagmömmukjaftæði.

Og svo er farið að snjóa aftur.

Ég ætla að fara heim.

kveðja,
Fýlustrumpur

11.4.06

Paskafílingur

Mig langar í páskafrí. Og almennilegt páskaegg! Þ.e. ekki eitthvað ógeðs nóa sirius páskaegg sem er 90% rjómi. Mig langar í almennilegt páskaegg úr GÓÐU súkkulaði. Það verður líklega ekki. Ég frétti samt um daginn að það er eitthvað bakarí í Mosfellsbænum sem býr til páskaegg úr almennilegu súkkulaði en þau kosta víst 3500 kall stykkið, enda handgerð og úr almennilegu súkkulaði. Ég er að spá í að byrja strax að safna fyrir svoleiðis páskaeggi fyrir næstu páska. Þessa páska ætla ég að láta mér nægja að fá mér páskaegg fyrir fólk með mjólkuróþol, þau eru ágæt.

Það var annars alveg hrikalega gott veður í gær. Ekki það að það hefði mikil áhrif á líf mitt, ég var á bókasafninu allan daginn. Það kom samt svona vorhugur í mig við að sjá snjóinn bráðna af stéttinni heima. Svo er ég líka búin að sjá einn skógarþröst (fyrir framan bakaríið í göngugötunni, að vanda) og svo sá ég einhverja pínulitla fugla í morgun sem ég held að hafi verið auðnutitlingar. Ég er samt mjög léleg í fuglum þannig að þetta gætu þess vegna hafa verið strútar. Leiðinlegri vorboðar eru flugurnar tvær sem mér hefur ekki tekist að handsama ennþá. Það er sko ein á hvorri hæð hjá okkur - ein í eldhúsinu og ein á baðinu. Ákaflega ánægjulegt eða þannig. Ég hata flugur. Sérstaklega á vorin, þá eru þær svo fullar eitthvað eftir veturinn að þær eru alltaf að fljúga á mann og eitthvað. Birrrrrrr!

5.4.06

Það sem folk lætur selja ser!

Ok, það er eitt sem ég er mikið búin að vera að pæla í síðustu daga. Það er nýja æðið hérna á Akureyri, 200.000 kr. pottasett. Hvað er málið með það? Hver kaupir sér potta á 200.000? Við borguðum 420.000 fyrir bílinn okkar og það er BÍLL ekki pottar! Ég sat á kaffihúsi fyrir helgi og var að reyna að læra en á næsta borði við mig var maður sem var mikið að reyna að sannfæra hjón sem voru þarna með honum um að þessir pottar væru algjörlega málið. Og þetta fólk var bara alveg að kaupa þetta! Já, sko auðvitað er réttlætanlegt að borga 230.000 fyrir pottasett! Maður fær sko svona rafmagnspönnu með ef maður tekur það tilboð, þá getur maður nefnilega steikt kjötið á henni og grænmetið á hinni sem fer á eldavélina. Svo sparar maður nefnilega á því að kaupa þessa potta. HA?! Já, því að sko þú þarft ekki að nota sápu á þá þegar þú þværð þá, svo á maður alltaf að elda allt á lægri hita á þeim þannig að maður sparar rafmagn og svo eru þeir svo góðir sko að maður þarf bara ekki að nota neina olíu og þeir fara svo vel með hráefnið að maður þarf bara ekki að nota nein krydd! Vá! Hversu mikla sápu notar þessi maður við að þvo upp? Og hvaða olíu kaupir hann eiginlega til að steikja uppúr? Fyrir utan það að þá getur maður nú alveg eins keypt sér teflon pönnu á 3000 kall í IKEA! Já, en svo er bara svo gott að elda á þessu, maður getur meira að segja bakað í pönnunni! Af hverju í andsk... ætti ég að vilja baka í pönnunni minni? Fyrir utan það að ef mér sýnist svo get ég alveg bakað í stálpönnunni minni, helli bara deigi í hana og sting henni í ofninn... Æ, ég veit það ekki, mér finnst þetta hljóma eins og 200.000 kr fótanuddtæki. Jújú, þetta virkar kannski alveg en vantar mig þetta í alvörunni?

3.4.06

How I will die...


How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 61

You will be killed by Mars aliens as they invade earth

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis


That just made my day!

Annars er ég búin að sitja sveitt yfir B.A. ritgerð í allan dag, ég er sko geðveikt stolt af mér! Hjólaði í skólann í morgun og búin að sitja við í allan dag ef við skiljum undan 20 mín í mat og 5 mín hér og þar í kaffipásur og netsurf. Svo ætla ég að hjóla heim á eftir, ná í leikfimidótið og hjóla aftur uppeftir. Þvílíkur insane dugnaður í gangi!

Að lokum eitt til umhugsunar. Af hverju voru lög sett árið 1914 sem bönnuðu héraveiðar á Íslandi? Hefur einhver heyrt um að það hafi nokkurn tíma verið hérar á Íslandi?

2.4.06

Helvítis bensin!

OK, ég er farin að halda að það hefði frekar borgað sig fyrir okkur að kaupa glænýja Skoda Oktavíu dísel sem eyðir 4,9l á hundraði en að kaupa 10 ára gamlan WV Golf. Ekki það að bíllinn okkar eyði eitthvað fáránlega miklu, bensínið er bara álíka dýrt og gull! Hrói ætlaði að taka bensín í gær, fór á Olís í sjálfsafgreiðslu, svo þegar hann var búinn að dæla svona 12 lítra þá rak hann augun í verðið, 119 kr! Í sjálfsafgreiðslu! Er ekki í lagi?! Hann allavega hætti snarlega að dæla. Svo fór ég áðan á Orkuna (haha, var næstum því búin að skrifa Okruna) með Orkukort - og jújú, fékk bensínið alveg hræódýrt, aðeins 112,7 kr... Svo var einhver hálfviti búinn að ata dæluna alla út í bensíni! Þannig að núna anga ég eins og bensínstöð! Grrrr! Sem er náttúrulega að sjálfsögðu afleiðing af verðhækkununum af því að fólk sem er vant að fara í þjónustu er farið að dæla sjálft, fólk sem bara hreinlega ræður ekki við að dæla bensíni sjálft án þess að frussa því öllu yfir dæluna! Ég held að bensínstöðvarnar þurfi að fara að veita dæluhömlunarafslátt, fyrir fólk sem er dæluhamlað og ræður ekki við að dæla bensíni á bílinn sinn sjálft.