9.11.04

Namskeiðslok og fleira

Jæja, þá er réttindafræðinni hjá Garrett Barden lokið, nánast áður en hún hófst. Þetta tekur fljótt af. Mér finnst ég hafa lokið námskeiðinu hjá Ágústi í síðustu viku en það var víst fyrir þremur vikum síðan. Á eftir hefst svo áfangi í mannréttindafræðum og hlakka ég töluvert til. Það fer að styttast í annan endann á önninni enda er þetta síðasta lotunámskeiðið þótt einnig sé eftir að klára LST0173, sem stendur víst fyrir lögfræðistofa. Kannski þessir tímar eigi að minna okkur á starf á lögmannsstofu? Þá myndi ég fyrst íhuga það af einhverri alvöru að gerast lögmaður ef starfið fælist í heimspekilegum vangaveltum alla daga. Það er merkilegt með heimspekina. Suma daga fyrirlít ég hana en aðra elska ég hana. Þessa dagana er ég meira í því að þola hana ekki. Fjögur námskeið með heimspekilegu ívafi í röð er fullmikið fyrir minn smekk. Þetta hefur samt gengið vonum framar hjá mér undanfarið en skelfilega verður gott að komast í jólafrí.

Edit: P.S. Ég minni enn og aftur á að það er öllum hollt að skoða bloggið hans Hreiðars reglulega. Þar fær fólk nánari útlistun á ýmsum fréttum, stórum og smáum, og þjóðfélagsádeilu eftir því sem við á.
  • Hreiðar