Ég hef ákveðið að segja skilið við blogger kerfið sem mér þykir orðið of hægvirkt og færa viðskipti mín (er hægt að tala um viðskipti þegar maður fær fría þjónustu?) til hins íslenska blog central. Þessi síða verður áfram starfrækt til að byrja með en þetta er síðasta færslan. Héðan af getið þið, tryggu lesendur, nálgast fróðleik þann sem ég hef ykkur að bjóða á síðunni http://blog.central.is/hauksdottir/ . njótið vel.
tiny person
Most of the trouble with this world has been caused by folks who can't mind their own business, because they have no business of their own to mind, any more than a smallpox virus has. William S. Burroughs
11.11.04
9.11.04
Namskeiðslok og fleira
Jæja, þá er réttindafræðinni hjá Garrett Barden lokið, nánast áður en hún hófst. Þetta tekur fljótt af. Mér finnst ég hafa lokið námskeiðinu hjá Ágústi í síðustu viku en það var víst fyrir þremur vikum síðan. Á eftir hefst svo áfangi í mannréttindafræðum og hlakka ég töluvert til. Það fer að styttast í annan endann á önninni enda er þetta síðasta lotunámskeiðið þótt einnig sé eftir að klára LST0173, sem stendur víst fyrir lögfræðistofa. Kannski þessir tímar eigi að minna okkur á starf á lögmannsstofu? Þá myndi ég fyrst íhuga það af einhverri alvöru að gerast lögmaður ef starfið fælist í heimspekilegum vangaveltum alla daga. Það er merkilegt með heimspekina. Suma daga fyrirlít ég hana en aðra elska ég hana. Þessa dagana er ég meira í því að þola hana ekki. Fjögur námskeið með heimspekilegu ívafi í röð er fullmikið fyrir minn smekk. Þetta hefur samt gengið vonum framar hjá mér undanfarið en skelfilega verður gott að komast í jólafrí.
Edit: P.S. Ég minni enn og aftur á að það er öllum hollt að skoða bloggið hans Hreiðars reglulega. Þar fær fólk nánari útlistun á ýmsum fréttum, stórum og smáum, og þjóðfélagsádeilu eftir því sem við á.
5.11.04
Viðhorf almennings til kynjahlutverka
Á svipuðum tíma féll amma mín frá en ég hélt áfram að búa hjá afa mínum. Þau höfðu alltaf haft mjög gaman af eldamennsku og voru í ýmsum klúbbum sem hafa það m.a. að áhugamáli að borða saman reglulega. Afi hætti að sjálfsögðu ekki að taka þátt í þeim þótt hann væri einn eftir. Þegar kom að honum að halda næsta matarboð töfraði hann fram dýrindismat, að mestu einn en ég hjálpaði honum þó eitthvað með borðskreytingar og kartöfluskrælingar og álíka. Þegar gestirnir komu voru allar konurnar undrandi á því að ég, unglingsstelpan, væri svona flink að elda. Þær einfaldlega trúðu því ekki að afi væri svona góður kokkur. Þegar við höfðum loksins sannfært þær um að ég hefði mest lítið komið nálægt eldamennskunni fullyrtu þær hver í kapp við aðra að þetta væri ótrúlegt og að þeirra menn gætu sko aldrei gert neitt þessu líkt. Þær virtust ekki hafa velt fyrir sér hver ástæðan væri fyrir því, nefnilega að þeirra menn höfðu aldrei fengið tækifæri í eldhúsinu.
Niðurstaða mín af því að fylgjast með föður mínum og afa í þessum aðstæðum var að það væru oftar en ekki konurnar sem viðhéldu hefðbundnum kynjahlutverkum, ekki karlarnir. Síðan þá hef ég verið hörð baráttumanneskja fyrir því að konur hætti að líta á sig sem fórnarlömb og píslarvotta og taki ábyrgð á eigin lífi og lífsgæðum. Oft á tíðum er það enginn annar en við sjálf sem takmörkum möguleika okkar í lífinu.
4.11.04
4 more years
Bush lýsti yfir stríði gegn Írak af því að Saddam Hussein er vondur maður. Hvenær lýsir heimsbyggðin stríði á hendur Bush?
Ég var að horfa á Jay Leno einhvern tíma í vikunni þar sem hann var að spjalla við einhvern snilling. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki lagt nafnið á minnið af því að hann kom með svo frábæran punkt, eitthvað á þessa leið: "In Bush's defence, there are no weapons of mass destruction in Iraq, and there is no connection between Saddam Hussein and Al Qaida. However, Iran has weapons of mass destruction, and have a connection to Al Qaida. They were only off by one letter!" Þarf að komast að því hvaða gaur þetta var.
3.11.04
2.11.04
BARA BENSIN
Eftirfarandi var að berast mér í tölvupósti og mér datt í hug að setja það inn á síðuna mína, í þeirri veiku von að einhver skoði þetta sem þekkir ekki líka sendandann. Þetta er snilldar hugmynd.
Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum samkeppnisstofnunar. Þeir viðurkenna það en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.
Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN! Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín þá kaupum við BARA BENSÍN. Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, við kaupum allt slíkt annars staðar. Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna fyrir því.
Dreifðu þessu á þína vini og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN. Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu: Fólk er fífl.
Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.
Almenningur
Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur, OLÍS og ESSO