So many distractions, so little time
Undanfarna daga hefði ég átt að vera að byrja á ritgerð fyrir Garrett Barden. Það hef ég ekki gert. Í stað þess hef ég verið að kynna mér áður óþekkt skúmaskot internetsins. Einhvern veginn virðist ég alltaf leiðast inn á einhverjar stórkostlegar slóðir þegar ég á að vera að gera eitthvað annað. Stundum velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að fjarlægja netkortið úr tölvunni minni, það myndi kannski stuðla að bættum námsárangri. Ég á svona love-hate relationship við netið. Mér finnst það undursamlegt hvað það inniheldur mikið af gagnlegum upplýsingum og afþreyingarefni en það er líka algjör tímaþjófur. Það er til endalaust magn af sniðugu drasli þarna. Teiknimyndasögur, leikir, blogg, fréttaskýringar... oh joy, oh joy! Flest er þetta eitthvað sem maður getur afgreitt á hálftíma en af og til rekst maður á eitthvað undursamlegt sem tekur mikið lengri tíma að kanna til hlítar. Þannig rakst ég á skrif Gords nokkurs, tölvuleikjabúðareiganda í Vancouver í Kanada. Þar lýsir hann af stórkostlegri mælsku viðskiptum sínum við miður gáfað fólk, þjófa, börn, foreldra og aðra sem á vegi hans verða. Allir sem hafa unnið einhversskonar þjónustustörf kannast við að vera í þeim aðstæðum sem hann lýsir og vildi óska þess að það hefði mátt taka á þeim eins og Gord gerir.