dc++ er latinn
Yes yes, the rumors are true, lagt hefur verið hald á tölvur og stafrænt efni hjá 12 einstaklingum víðsvegar um land. Þar fór efnilegasta framlag Íslendinga til þjófnaðar og dreifingar á stafrænu efni via internet. Einhvern veginn finnst manni lögreglan hafa gengið of langt með þessum aðgerðum, í huga almennings er stuldur á tónlist og bíómyndum og öðru stafrænu dóti orðinn sjálfsagður réttur fólks og listamennirnir sem reyna að leita réttar síns eru fégráðugir dónar. Hversu margir ætli hafi tekið System of a Down á orðinu og stolið plötu þeirra, "Steal This Album"? Hve margir ætli hafi ákveðið að það væri prinsip atriði að kaupa EKKI plötur Metallica eftir málaferlin við Napster og stela frekar tónlistinni? Annars benda félagarnir í Korn á ágætis punkt í laginu "Y'all Want a Single" þar sem þeir mótmæla ofríki útgáfufyrirtækja. Listamennirnir fá bara brotabrot af því sem við neytendurnir borgum fyrir diskana og því erum við aðallega að styrkja útgáfurisana. Ég væri alveg til í að borga einhverjar krónur fyrir diska ef ég vissi að ágóðinn rynni til listamannanna en ekki einhverra jakkafataklæddra kókaínfíkla sem vill svo til að eiga hlut í útgáfufyrirtæki. En að borga hátt í 2500 kall fyrir einn geisladisk finnst mér glórulaust og geri ég slíkt ekki nema á sérstökum hátíðis og tyllidögum.