Frjosemisgyðjan a ferð og flugi
Ólétta virðist vera landlægur sjúkdómur um þessar mundir. Hvert sem litið er eru konur með bumbur eða barnavagna, nú eða hvort tveggja. Hún móðir mín vill meina að þetta sé bara aldurinn en ég er ekki frá því að árgangarnir 2004 og 2005 verði stærri en gengur og gerist. Síðastliðin vika var sérlega fengsæl hjá frjósemisgyðjunni, Þórhalla vinkona eignaðist tröllabarn þann átjánda, dreng uppá einar sextán merkur. Í gærmorgun fæddist svo lítill drengur inn í fjölskylduna þegar hún Bjartey systir Hróa ákvað að taka gleðina snemma og koma unganum í heiminn tveimur vikum á undan áætlun. Móður og barni heilsast vel og allir sáttir. Get ekki beðið eftir að sjá myndir af nýja krílinu. Sjálf er ég samt að hugsa um að láta mér nægja að passa annarra manna börn í bili, enda ekki laust við að það sé nóg af þessu fyrir.