24.3.04

Harmleikur mikill hefur riðið yfir. Helen Gamble er lasin. Fyrir þá sem hafa verið á tunglinu undanfarna mánuði þá er Helen Gamble tölvan hans Bjarka. Hún (eins og konan sem hún heitir í höfuðið á) þjáist af anorexiu. Hún bara neitar að hlaða sig. Hún hefur verið lögð inn og er nú verið að reyna að fá hana til að nærast. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en jákvæðar hugsanir í hennar garð eru vel þegnar.

19.3.04

Ég á ammæl'í dag, ég á ammæl'í dag... (með tilheyrandi lagi)

Ég hef náð merkum áfanga í lífinu. Nú hef ég aldur til að kaupa áfengi í Bandaríkjunum. Maður verður að líta á björtu hliðarnar, 20 þarf ekki að vera síðasta spennandi afmælið til þrítugs :) Ég stefni að því að finna ástæðu til að gera hvert einasta afmæli að stórafmæli.

18.3.04

141 words for 'drunk'

Hef verið að skoða síðu sem inniheldur 141 orð yfir fyllerí. Var að spá í að fara að taka saman íslenska útgáfu, þótt ég efist um að við komumst í hálfkvisti við enskumælandi fólk, m.a. vegna þess að þessi samantekt er ekki bundin við eitt land heldur öll enskumælandi lönd í veröldinni. Engu að síður forvitnilegt. Mæli með því að þið skoðið síðuna, smellið hér.

Nokkur hugtök sem eru í uppáhaldi hjá mér:

Dot Cottoned, Druck-steaming, Drunk as a skunk, Got my beer goggles on, Hammer-blowed, Having the whirlygigs, Merl Haggard, Ming-ho, Newcastled, Nicely irrigated with horizontal lubricant, Off me pickle, Off me trolley, On a campaign, Out of it, Out yer tree, Palintoshed, Paraletic, Peelywally, Peevied, Pickled, Saying hello to Mr Armitage, Shedded, With the fairies, Zombied

17.3.04

Samantekt á könnunum undanfarinna vikna

Ég er spænsk/mexíkósk útgáfa af JFK, Abe Lincoln og Mrs. Dalloway. Ekki nóg með það heldur bý ég með palestínskum Hitler (hún vill bæta við að yfirvaraskeggið var tískuslys og hún biðst margfaldlega afsökunar á því, já og líka þetta með gyðingana).

Ég verð að venja mig af þessum könnunum.

13.3.04

Fleiri useless kannanir

Heyrðu, ég tók könnunina sem hann Bjarki var með á blogginu sínu um það hvaða land maður væri.
Fyrir fólk sem hefur séð mig koma niðurstöðurnar líklega ekki á óvart. Ég var Spánn í fyrstu tilraun en vegna þess að ég gat ekki gert upp hug minn um hvort væri áhugaverðara, pýramídi eða dómkirkja þá ákvað ég að taka prófið aftur. Hitt landið sem ég er er Mexíkó. What a stunning surprise. Nenni ekki að hafa einhverja fána og drasl á síðunni minni þannig að smellið hér ef ykkur langar að taka prófið.

You are Mexico: While some people think you're poor and maybe a little corrupt, you
know where it's at, enjoying good food and nice beaches. You like to take things a
little slower than those around you, and you really wish the air were cleaner, but sometimes
compromises must be made. For some reason, Chevrolet keeps trying to sell you Novas
as well, even though they don't really go.

You are Spain:You like rain on the plain, as well as interesting architecture and
a diverse number of races and religions. You like to explore a lot, but sailing,
especially in large groups, never really seems to work out for you. Beware of pirates
and dictators bearing bombs. And for heavens' sake, stop running around bulls!
It's just not safe!

I'm back!

Jæja, eftir harðorð emailskrif, frekjugang og hótanir um málsókn hef ég unnið stríð mitt gegn Apple IMC. Ég hef fengið nýja tölvu í hendur og vonast nú til að hún virki sem skyldi og allir verði glaðir og ánægðir á ný.

Námsleiði sá er hefur hrjáð mig að undanförnu virðist vera á undanhaldi og farið hefur fé betra (pfff). Það er jú fátt eins skemmtilegt og vel til þess fallið að bola burt námsleiða en að fá að skrifa tíu síðna ritgerð um þróun sýslumannsembættisins á Íslandi (fyrirgefðu Bjarki, enn og aftur). En svona án gríns þá er ég alveg komin í gírinn á ný. Nú verða þessir fáu dagar fram að páskum bara teknir með stæl og allt væl og sjálfsvorkunn fær að bíða framyfir páska, ef ekki lengur.

Það eina sem skyggir á gleðina er krankleiki sá er hrjáir hana kisu mína þessa dagana. Fyrir viku síðan varð greyið Kisa fyrir fólskulegri árás af hendi (eða öllu heldur kjafti og klóm) Ciahuahua-kvikindisins í næsta húsi og er jafnvel talið líklegt að köttur nokkur sem hefur ofsótt hana að undanförnu hafi verið viðriðinn árásina. Hafi einhver orðið vitni að slagsmálum tveggja svartra katta og eins Chiahuahua-kvikindis (sem flestir vilja víst kalla "hunda" þótt ég sé alfarið á móti slíkum rógburði á hendur hundum) þá er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband við mig. Árásin átti sér stað seinnipart föstudagsins 5. mars 2004. Kisa litla er enn þungt haldin af sárum sínum en þó einkum af ofskömmtun dýralækna svæðisins af sýklalyfjum og bólgueyðandi. Hún hefur ekkert borðað alla vikuna og er voða slöpp. Hún virðist samt eitthvað vera að braggast og horfir girndaraugum á páfagaukinn og hef ég grun um að hún hugsi sér gott til glóðarinnar að snæða hann eftir föstuna. Páfagaukurinn, sem er einmitt svo skelfilega óheppinn að bera nafnið Halló, virðist þó ekki taka þetta neitt mjög nærri sér og nýtur þess einkar vel að hafa verið færður upp í hæstu hæðir í íbúðinni, uppá bókahillu. Hann lætur það þó ekki aftra sér frá því að halda til streitu áformum sínum um að vera orðinn allsnakinn fyrir páska. Blár er víst út þetta árið og hann sá sér þann veg einan færan að reyta sig berann, enda er frekar svalt að vera allsber og bleikur páfagaukur.

3.3.04

Námsleiði hrjáir mig þessa dagana. Ég hef í raun ekki gert neitt af viti síðan fyrir jól. Ég hef verið að fá allt í lagi einkunnir og svoleiðis en ég er bara búin andlega og líkamlega. Ég hef mikið verið að velta því fyrir mér hvað ég vil fá út úr þessu námi, hverjar forsendurnar fyrir veru minni þar eru o.s.frv.
Mig langar að læra lögfræði en ég er ekki viss um að mig langi til þess að vera lögfræðingur.
Mig langar að standa mig vel í námi en ég er ekki viss um að ég sé tilbúin til að leggja það á mig sem þarf til.
Ég held að ég þurfi að taka mér frí frá þessu öllu saman.

1.3.04Ég er eins og JFK!! (og hef mjög lítið að gera)

Meiri gleði

Úúúúú! Það var verið að líkja mér við Halle Berry :D Ég vil meina að manneskjan sem sagði þetta þurfi frekar mikið á sjónglerjum að halda en engu síður alltaf gaman að fá svona hrós. (hef reyndar grun um að þessi umrædda manneskja hafi verið að daðra við mig því að hrósinu fylgdi að það væri hrós fyrir Halle Berry að vera lík mér en... ég leyfði mér bara að ignora þennan faktor í hrósinu)

Endalaus gleði og hamingja

Nú getið þið tekið virkan þátt í blogginu mínu. Joy!

In other news, þá var litli bróðir minn (sem er einmitt alls ekkert lítill lengur) í heimsókn um helgina. Við fórum á bretti á laugardaginn, það var verulega gaman. Ég fór þrisvar á sama stökkpallinn, í fyrsta skipti lenti ég á andlitinu og hægri úlnliðnum eingöngu, í annað skiptið lenti ég á brettinu en missti jafnvægið jafnharðan og datt á andlitið (nefið á mér ber þess enn dauf merki...) og í þriðja skiptið slapp andlitið á mér blessunarlega en ég dúndraði niður hnénu í staðinn. Annars var ég meira í því að æfa mig að fara hratt enda búið að slétta út flesta stökkpalla í suðurgilinu og restin lokuð vegna móts. Ég er samt stöðugt að vinna í því að verða geðveikari í brettaiðkuninni, um að gera að taka þetta út áður en ég verð gömul eða ólétt eða eitthvað. Gunnar bróðir ætlaði að taka þátt í boardercross móti en ýfði upp gömul meiðsl í fyrstu ferð þannig að hann gat ekki keppt en við skemmtum okkur samt bara mjög vel.