24.2.04

Óskiljanleg íslenska

Hvað er málið með það að �slendingar þurfi að íslenska öll orð sem allt venjulegt fólk sér að engin ástæða er til að breyta eða er hreinlega heimskulegt að breyta?! Hvað er t.d. málið með Kænugarð í fyrirsögn á mbl.is ? It's stupid! Ég veit ekkert hvað Kænugarður er! Ég geri ráð fyrir að hann sé í Úkraínu vegna meðfylgjandi texta en ég veit samt ekkert hvar eða hvað þessi blessaða borg heitir í alvöru...

� síðustu viku spurði bekkjarsystir mín mig hvað Mikligarður er. Hún er finnsk og hafði aldrei heyrt um þetta áður. � fyrsta lagi hefur enginn heilvita maður kallað Istanbúl Miklagarð í tugi ára. � öðru lagi hefur borgin skipt um nafn oftar en einu sinni síðan víkingarnir voru þar í fyrndinni. � þriðja lagi þá ERUM VI� EKKI V�KINGAR LENGUR!!!! Það eru þúsund ár síðan þeir voru þar og það er fáránlegt að vera að halda í eitthvað svona glórulaust.

Og hvað er málið með að þýða alþjóðleg fræðiheiti? Ég var að reyna að lesa Réttarsöguþætti eftir Sigurð Líndal um helgina og ég þurfti að stoppa við annað hvert orð og reyna að finna einhverja rökræna skýringu á öllum íslenskuðu fræðiheitunum. Að nota alþjóðleg orð er ekki að sletta!

�slenska er gott mál og það er líka gott mál að halda henni við... upp að ákveðnum mörkum. Við verðum að leyfa tungumálinu að þróast. Annars verður ekki hægt að nota hana. Eigum við að vera einhverjir víkingar sem tala um kænugarða og miklugarða, alnetið og skrun?

Spurning dagsins: hvað þýðir orðið 'þysja'?

Allsherjarmótmæli

Bjarki hefur tekið helstu baráttumál laganema upp á sína arma og gert þeim ítarleg skil á blogginu sínu . Mæli eindregið með því að fólk skoði og þá sérstaklega í sambandi við baráttumál III að skoða vandlega 165. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 . Þetta er hrein snilld.

23.2.04

Viva la resitance!!!!

Laganemar og annað siðað fólk í Háskólanum á Akureyri berst nú við ófartölvuvædda barbara sem hafa yfirtekið bókasafnið. Þeim hefur tekist að gera okkur brottræk úr lesaðstöðu skólans vegna þess að það skapast víst svo skelfilegur hávaði af pikki á lyklaborð. Við gerðum að sjálfsögðu uppreisn eins og sönnum laganemum sæmir og efndum til kosninga á vef nemendafélagsins . Lengi vel höfðum við vinninginn, 55:45 en í morgun snérust hlutföllin við. Nú lítur út fyrir það að þau ca. 80% nemenda skólans sem hafa fartölvur séu að tapa besta lesrými skólans í hendur hinna 20% sem eru frekari (hjúkkur). Nú er mál að við snúum öll bökum saman. Við eigum rétt á því að vera þarna eins og annað fólk. Hver sá sem þetta les og er nemi við HA vinsamlegast sýni okkur stuðning í verki jafnvel þótt þeir noti ekki lesaðstöðuna. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur sem höfum ekki góða aðstöðu heima hjá okkur.
Viva la resitance!

15.2.04

Valentínusarmynd ársins

Fór með kærastanum að sjá Gothica í tilefni dagsins í gær. Þetta er kjörin mynd til að styrkja sambandið. Ég sleppti ekki takinu á hendinni á honum allan tímann. Hann er líklega marinn í dag :/

Allavega þá fannst mér þetta eðal mynd. Halle Berry gerir verulega góða hluti í henni og einnig Robert Downey jr. sem hefur almennt ekki átt upp á pallborðið hjá undirritaðri. Söguþráðurinn er mun sterkari en gengur og gerist í hryllingsmyndum, myndatakan er hrein snilld (gefur ótrúlega skemmtileg hint um það sem koma skal) en tónlistin er verulega over the top á köflum. Þessi mynd er mjög í anda What Lies Beneath nema með mikið áhugaverðari myndatöku. Vil ekki segja of fallega hluti um hana samt, fólk gæti orðið fyrir vonbrigðum, hún er örlítið fyrirsjáanleg á köflum en nær þó að snúa sig útúr því á skemmtilegan hátt.

Það sem einkum skyggði á bíóferðina var að salurinn var fullur af mjög dapurlegu fólki. Það voru svona 50 unglingsstelpur sem stóðu á öskrinu alla myndina og til að bæta gráu ofan á svart þá var svipaður fjöldi af unglingsstrákum sem hlógu að stelpunum í hvert sinn sem öskrunum linnti. Til að bæta stemmninguna aðeins meira var einhver hálfviti sem taldið það hyggilegt að ropa allduglega í miðju spennandi atriði og koma þarmeð af stað hrinu af flissi um allan sal. Heimska fólk! Góð mynd engu að síður, mæli samt með því að fara á hana á þriðjudagskvöldi til að losna við flissið og öskrin.

10.2.04

Mig langar að verða verjandi

Var að koma af fyrirlestri hjá Erni Clausen og mig langar að verða verjandi. Ég hef aldrei hugsað mér að fara út í lögmennsku fyrr, hef alltaf séð það fyrir mér sem sjúklega mikla vinnu fyrir lítinn pening en núna finnst mér það ekki líta svo illa út. Ég myndi náttúrulega aldrei nenna að vera saksóknari, það er bara uppskrift að ævilangri biturð en ég held að ég gæti alveg hugsað mér að vera verjandi. Ég var rosalega sammála mörgu sem hann var að segja og sérstaklega var ég sátt við það hvað hann valtaði yfir femínista. Hann fór mjög rólega í það en kom með góða punkta varðandi kynferðisbrotamál og slíkt. Konur eru nefnilega ekkert alltaf fórnarlömb í þeim. Ég vildi að það hefðu verið nokkrar kvenfrelsistíkur þarna, þær hefðu orðið alveg brjálaðar. Það er fátt sem mér finnst eins ánægjulegt eins og að sjá svoleiðis fólk fá á baukinn. Konur eru líka menn og við þurfum enga sérmeðhöndlun. Þessar helvítis tíkur vilja bara að konur séu bornar í gullstólum fyrir það eitt að vera konur. Og hvað er málið með "jákvæða" mismunun?! Er mismunun ekki neikvæð í eðli sínu? Ég sætti mig að sjálfsögðu ekki við að fá lægri laun er karlmaður í sambærilegri aðstöðu og ég, það eru grundvallarmannréttindi, en ég vil hvorki fá vinnu á grundvelli kyns míns né að mér sé hafnað á grundvelli kyns míns. Það er í andstöðu við jafnréttishugsjónina. � kyn bara að skipta máli ef um annað kynið er að ræða? Það er einfaldlega heimskulegt!
En svo að ég snúi mér aftur að fyrirlestrinum þá fannst mér ótrúlega mikill nágungakærleikur og fyrirgefning einkenna orð Arnar. Ég vissi að það væri mikið varið í þennan mann en ég bjóst samt við því að hann væri svona "massa þetta" gaur. Kannski ég kanni starf verjanda sem mögulegt framtíðarstarf?

2.2.04

umdeilt blogg

Mér hafa borist kvartanir um það að ég hafi birt of mikið af nöfnum í blogginu á föstudaginn. Ég ákvað að taka út nöfn þeirra sem ég er ekki viss um að vilji þau birt. Ég veit manna best að fólk á það til að gera heimskulega hluti, sérstaklega þegar áfengi er við hönd svo að ég lofa því að reyna að ritstýra póstunum mínum betur. Takk fyrir ábendingarnar, mér finnst mannleg hegðun alla jafna ákaflega fyndin og á það til að gleyma því að sumir taka lífið hátíðlegar en ég. Það var ekki meiningin að særa neinn og ég vona að fólk beri ekki mjög kaldar tilfinningar til mín fyrir að vera svolítið mikill kjáni af og til.

Ekta íslenskt þorrablót

Ég fór á þorrablót með Hróa á laugardagskvöldið. Það var svakalega gaman. Við fórum í sveitina uppúr hádegi á laugardaginn svo að við gætum nýtt góða veðrið til að fara á vélsleða. Þar sem við búum á �slandi, tilraunastofu veðurguðanna, var að sjálfsögðu kominn skafrenningur og hríð þegar við komum í sveitina. Við kíktum nú samt aðeins út en það er samt lítið gaman þegar maður sér vart útúr augum fyrir snjókomu. Systir Hróa var í sveitinni með litla strákinn sinn, eitt krúttlegasta barn sem ég hef á ævinni kynnst. Uppúr átta fórum við á blótið. Það er alltaf gaman að fara á svona ekta sveitaþorrablót. Það eru alltaf nokkrir skrautlegir karakterar í hverri sveit og nefndin stóð sig með afbrigðum vel við að gera hæfilegt grín að fólkinu í sveitinni og sjálfu sér. Ég held að ég geti fullyrt að skemmtiatriðin hafi verið þau best heppnuðu sem ég hef séð á svona samkomu. Þau gerðu grín að hinum og þessum án þess að fara nokkurntíma yfir strikið. � eftir var ball og stóð hljómsveitin sig mjög vel og spilaði lög við allra hæfi. Eftir blótið fórum við heim og héldum gítarpartý til kl. sex um morguninn. � gær kom svo veðrið sem hafði verið lofað og við Hrói fórum á sleða um allt og höfðum gaman að. Ég átti að sjálfsögðu að vera heima hjá mér að læra en helgin var svo góð og það var svo gaman og mikil afslöppun að komast aðeins í sveitina að ég er eiginlega ekki með neitt samviskubit. Ég verð bara að vera dugleg að læra í kvöld og á morgun í staðinn. Þetta hlýtur að reddast :-)