30.1.04

síðasta helgi og viðburðasnauð vika

Tölvan mín er búin að vera í hressingarleyfi alla vikuna sem þýðir að ég er búin að handskrifa allar glósur og er komin með sinaskeiðabólgu uppfyrir olnboga. Fyrir utan það hefur vikan verið sérdeilis dauf. Ekkert spennandi að gerast í skólanum og lítið félagslíf. Ég er búin að hugsa mjög mikið hins vegar. Maður verður víst að gera það af og til líka, halda heilasellunum í þjálfun :)

Síðasta helgi var nokkuð viðburðarík. Það var próf hjá Rachael (sem verður von bráðar dr. Rachael) á föstudaginn sem gekk bara nokkuð vel. Svo var sveitaball á vegum skólans um kvöldið og fyrst að prófið gekk vel varð nú ekki skorast undan að djamma svolítið. Elítan úr lögfræðinni hittist heima hjá Vigdísi forseta uppúr sjö, þ.e. þegar �slendingar höfðu lokið sér af við að tapa fyrir Ungverjum. Við drukkum og skemmtum okkur prýðilega og fórum því næst á ball einhversstaðar í sveit (hence 'sveitaball'). Þar var mikið stuð og mikið dansað og sérstaklega vorum við Bjarki forsætisráðherra í góðum fíling. Reyndar svo góðum að eftir dágóða stund á dansgólfinu uppgötvuðum við okkur til mikillar skelfingar að við höfðum verið yfirgefin. Frú forseti Vigdís hafði farið með þýska yfirvaldið Gerald heim og Jón Fannar hafði líka látið sig hverfa. Við vorum þó ekki lengi ein því að von bráðar birtust �sa og Hrói ásamt Sirrý og vinkonu hennar. Þeim líkaði ekki sveitasælan sem skyldi og tókst að draga okkur Bjarka í bæinn aftur og fóru þau á Kaffi Ak. Þegar þangað var komið hafði ég hinsvegar þróað með mér einn þann alkröftugasta höfuðverk sem sögur fara af og fór ég því heim í stað þess að fylgja þeim á barinn.

Ekki man ég svo glöggt hvað við gerðum af okkur á laugardaginn en ég efast um að það hafi verið gáfulegt. Ójú, við horfðum á Finding Nemo og sváfum, þ.e. við �sa sváfum en Hrói þurfti að vinna. Við höfðum svo samband við hann uppúr kvöldmat (þegar hann átti í raun enn að vera að vinna) og voru þá hann og Aggi vinnufélagi hans komnir í drykkjuleik, við mikinn fögnuð viðstaddra. Við �sa ákváðum að það gengi ekki að láta drengina vinna okkur í djammstuði og tókum okkur saman í andlitinu, klæddum okkur upp í syndsamlega stutt pils og fínerí og fórum með drengjunum í Sjallann. Ég á ekki svo gott með að drekka áfengi tvö kvöld í röð og því var ég svo gott sem edrú enda veitti ekki af að hafa athyglina í lagi þegar í Sjallann var komið. Það er ótrúlegt hvað karlmenn koma dónalega fram við konur í stuttum pilsum! Jú, auðvitað klæða konur sig upp í stutt pils til að vekja athygli en það þýðir ekki að það megi slá þær á rassinn hægri vinstri eða hreinlega svipta upp um þær pilsinu! En jú, þetta hendir í hvert einasta skipti sem maður fer út í stuttu pilsi! Þó að maður sé í sokkabuxum. Sem betur fer var Hrói með til að hjálpa mér. �sa bjargaði sér alveg sjálf sko. Um leið og við komum í Sjallann og vorum búin að kaupa okkur í glas tyllti hún sér í kjöltuna á Agga og þarf ekki að fjölyrða um það að þau fóru heim saman. Ég átti ekki alveg eins auðvelt kvöld. Allir karlmenn sem ég hef nokkurntíma svo mikið sem yrt á virtust samankomnir í Sjallanum. Stalkerinn minn var þarna að sjálfsögðu eins og ávallt og svo var X, sem virðist btw. ekkert vera að fatta það að það þýðir ekkert að reyna við mig, sérstaklega í ljósi þess að hann á kærustu (fyrir utan það að hann er í tómu tjóni). Þar sem við sátum í sófa einum og ræddum saman, ég í fanginu á Hróa (ágætis varnartæki) og með Ragga á sófaarminum og Agga með �su í fanginu við hliðina á okkur Hróa kom Galdri nokkur sem var að reyna við �su fyrir ekki svo löngu síðan og gekk ekki svo vel þannig að hann hefur greinilega tekið ákvörðun um að það væri best að snúa sér að næstu. Mér. Hann byrjar á því að bjóða mér í glas. Ég spyr hann um hæl hvort hann sé að reyna við mig. Hann svarar: "Ef þú vilt..." Ég: "Finnst þér það ekkert asnalegt, svona í ljósi þess að systir þín er núna með mínum fyrrverandi?" Hann svarar því til að það þurfi nú enginn að vita af því... (tilboð um one-night stand?) Ég segist ekki vilja í glas og eyði þar með talinu. Þegar þarna var komið sögu ákvað ég að það væri við hæfi að toga pilsið eins langt niður á lærin og það bauð uppá. Hrói fer að gera grín að mér og tekur í pilsfaldinn og þykist ætla að lyfta. Ég hlæ eitthvað og slæ á hendina á honum, ég treysti Hróa náttúrulega fyrir lífi mínu ef því er að skipta. Þetta finnst Galdra sjúklega fyndið svo að hann ákveður að leika sama leik, nema hvað að hann er ekkert að þykjast. Ég var svo heppin að vera með hendina í kjöltunni og átti því auðvelt með að stoppa hann áður en allir í Sjallanum fengu að sjá hvernig nærbuxum ég væri í en kvæsti allsvakalega á Galdra fyrir athæfið. Það hræddi hann og hann fór, blessunarlega. En sagan er ekki öll. Þegar ég var rétt að jafna mig eftir sviptingarnar í kringum pilsið mitt (MITT, takið eftir, MITT!) þá sé ég hryllilega sjón. Spánverjinn sem var að reyna við mig á Kaffi Ak um síðustu helgi, sá sem ég hélt að væri hommi þangað til að hann reyndi að kyssa mig (helv. fólk sem spilar með báðum liðum) kemur askvaðandi til mín, augljóslega pissfullur, hálfhrasar um eitthvað og dettur í fangið á mér, kyssir mig á hárið (thank God!) og hverfur svo á braut! Hvað er að?! Eftir þetta þá var eiginlega úr mér allt partýskap. �sa og Aggi brugðu sér á dansgólfið og ég brá mér á salernið en ákvað í kjölfarið að halda heim á leið. Ég ákvað því að leggja í hættuför inn á dansgólfið í leit að �su. � leiðinni þangað mæti ég Y nokkrum. Við höfum hist nokkrum sinnum svona en þekkjumst ekkert. Hann grípur í upphandlegginn á mér, snýr mér að sér og gefur mér rembingskoss. Ég stóð eins og hálfviti fyrir framan þennan dreng sem ég þekki lítið sem ekkert, í brjáluðu skapi yfir óforskammelsi karlmanna og það eina sem ég get gert er að brosa og halda áfram. Stuttu síðar fann ég Agga og �su og gat komið mér út. Þetta tók á.

Það sorglega í þessu öllu saman er samt að gaurinn sem mér finnst svo geðveikt sætur og ég hitti á Kaffi Ak um þarsíðustu helgi var í Sjallanum þetta kvöld. Ég meira að segja heilsaði honum. Ég var bara svo yfirgengilega pirruð yfir því að karlmenn sæju ekki annað en ferskt lambakjöt í pilsi þegar þeir sjá mig að ég gat ekki hugsað mér að vera eitthvað að eltast við hann. Auk þess var hann eitthvað að tala við vini sína og svona og ég nennti ekki að bíða. Svo hefur hann náttúrulega séð mig sitjandi í fanginu á Hróa og haldið að ég væri algjör drusla og bara farið. Ég er alveg að klúðra þessum strákamálum þessa dagana.
*vonleysissvipur*

19.1.04

Að vera eða ekki vera mannæta

Við fengum frekar áhugavert "raunhæft" verkefni í skólanum í síðustu viku. Við fengum gamalt mál, aldargamalt fordæmi í Englandi. Þrír nemendur voru skipaðir dómarar og restinni var skipt upp í tvo hópa, verjendur og saksóknara. Við fengum helgina til að undirbúa okkur og kynna okkur málið og í morgun settum við á svið réttarhöld í tíma.

Sakborningarnir tveir höfðu orðið skipreka ásamt tveimur öðrum mönnum. Þegar þeir höfðu verið matarlausir í níu daga og vatnslausir í fimm daga voru þeir orðnir hálfsturlaðir af hungri og einn þeirra, sautján ára strákur, var orðinn mjög lasburða. Hann hafði drukkið sjó og var mjög veikur. Sakborningarnir hófu þá að ræða hvort þeir ættu að varpa hlutkesti og sá sem tapaði yrði drepinn og étinn. Sá þriðji neitaði þessu alfarið. Eftir töluverðar umræður ákváðu þeir að drepa og éta strákinn. Hann var alveg útúr heiminum og veitti enga mótstöðu þegar einn þeirra sagði við hann að þeir ættluðu að drepa hann og skar hann því næst á háls. Því næst nærðust þeir allir þrír á líkama drengsins í fjóra daga, þangað til þeim var bjargað.

Þetta er náttúrulega alveg viðbjóðslegt mál og það gerir það náttúrulega enn verra að þeir drápu hann með því sjónarmiði að borða hann. Ég var í hópi verjenda og það var eiginlega enn verra. Við töpuðum málinu en það var nú eiginlega vegna þess að dómararnir voru búnir að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram. Engu að síður mjög skemmtilegt verkefni.

18.1.04

Ruglhelgi dauðans

Ég sem var búin að hafa svo stór orð um það hvað ég ætlaði að læra mikið um helgina... Ég fór á bretti á fimmtudaginn og það var GE�VEIKT! Það er snilldarfæri. Alveg meters þykkur púðursnjór og örugglega meiri snjór en kom samanlagt í fjallið í fyrra. Snilld og ekkert nema snilld. Svo ætlaði ég að fara aftur í gær en ég var þunn og þreytt og nennti ekki, svo var ég líka með brjálaða strengi.


Aðalskúbb helgarinnar átti sér hinsvegar stað í gærmorgun. Það var náttúrulega hörkudjamm á föstudagskvöldið og við vorum þrjár í íbúðinni, við �sa og svo Vallí sem var btw. SÓTSVÖRT um kvöldið, �sa þurfti að draga hana heim úr Sjallanum, alltaf gaman að lenda í því. Anyway, þá vorum við bara sofandi og svona þegar það byrja brjáluð læti frammi á gangi. Við vorum náttúrulega allar með áfengi í blóðinu ennþá og sofandi í þokkabót þannig að við áttuðum okkur ekki nærri því strax á því hvað væri í gangi, hávaðinn blandaðist bara einhvernveginn inn í draumana hjá okkur. Mig dreymdi t.d. að vinafólk mömmu og pabba ættu heima í íbúðinni við hliðina á okkur �su og Diddú í íbúðinni hinum megin við okkur, og Diddú var að henda vinum foreldra minna út vegna þess að þau voru alltaf að búa til kokteila... (hvaðan kemur þetta draumarugl eiginlega?!)

Smám saman áttaði ég mig samt á því að mig var alls ekki að dreyma og ég fór að hlusta á það sem gekk á frammi. Þetta voru greinilega tveir karlmenn, annar alveg snarruglaður og hinn eitthvað að reyna að róa hann niður, með litlum árangri þó því að hinn æstist alltaf meira og meira upp. Ég heyrði ekki betur en að það væri stelpa þarna líka en hún var líklega of hrædd til að skipta sér af, skynsöm stúlka. Það voru slagsmál og læti, annar húrraði niður stigann á einhverjum tímapunkti og svona. Þegar ég var búin að hlusta á þetta í svona klukkutíma ákvað ég að hringja á lögguna.

Ég talaði við mjög almennilegan mann sem sagði mér bara að læsa hurðinni, halda mig inni í íbúðinni og ekki fara fram undir nokkrum kringumstæðum fyrr en löggan væri búin að tryggja ástandið. Ég var hálfhissa á þessu, venjulega þegar maður hringir í lögguna fær maður: "Hmmm, er þetta búið að standa lengi yfir? Jájá, heyrðu, við athugum þetta... Þetta eru nú líklega bara krakkar á fylleríi..." Maður skammast sín hálfgert fyrir að vera að trufla hina háæruverðugu lögreglu í vinnunni með einhverjum smákvörtunum eins og að það hafi verið standandi partý í íbúðinni við hliðina á í fjóra tíma eða að krakkinn á efri hæðinni hafi ekki hætt að grenja í allt kvöld og miðað við hljóðin þá sé verið að berja skítinn úr mömmu hans... En þarna var nú eitthvað annað uppi á teningnum. Við föttuðum samt ekki neitt, héldum bara að þetta væru fylleríslæti og löggan væri bara að reyna að tryggja að það yrðum ekki við sem værum barðar eins og harðfiskur. Stuttu síðar hættu lætin og við fórum bara aftur að sofa.

Uppúr hádeginu hringdi svo mamma hennar �su alveg í sjokki og sagði okkur að mennirnir hefðu verið vopnaðir veiðihnífum og loftbyssu og báðir í annarlegu ástandi. Vallí sagðist ekki vera neitt hissa, þetta væri snargeðveikt lið sem byggi við hliðina á okkur. Við komum alveg af fjöllum, höfðum ekki tekið eftir því að þetta fólk væri neitt nema almennilegheitin enda höfum við aldrei lent í neinu veseni síðan við fluttum hingað og ekki haft yfir neinu að kvarta. Þá sagði hún okkur að hún hefði mætt Elvis á ganginum hjá okkur um daginn og við �sa sögðum náttúrulega báðar í kór: "Vallí mín, er ekki kominn tími á að hægja aðeins á drykkjunni? Þú veist að Elvis er löngudauður!" Hún varð sjúklega hneyksluð á okkur, og svaraði því til að Elvis væri sko eiginlega aðaldílerinn á Norðurlandi og hún hefði alveg komið í heimsókn til okkar edrú (það er verst að hún er það ekki þegar hún fer).

Seinna frétti ég svo að þessi gaur sem var alveg snargeðveikur og með loftbyssuna, hafði komið í partý til kunningja minna, alveg brjálaður að leita að kærustunni sinni, sem hann fann ekki, til allrar hamingju. Þá var hann í fylgd með þessum Elvis sem gekk um með kuta í buxnastrengnum eins og ekkert væri eðlilegra. Þar skaut geðveiki gaurinn einhvern strák í magann með loftbyssunni. Þótt undarlegt megi virðast þá róaði þetta mig vegna þess að fyrst að strákurinn fór ekki uppá spítala eftir það þá hefur gaurinn pottþétt ekki verið með kúlur í byssunni, þótt það sé að sjálfsögðu hægt að meiða fólk bara með loftþrýstingnum í þessu drasli (það er drulluvont að vera skotin með þessu helvíti).

Við létum þetta þó að sjálfsögðu ekki á okkur fá og fórum aftur út í gærkvöldi. Ég var reyndar bara edrú en skemmti mér konunglega þrátt fyrir það. Mér finnst eiginlega bara þægilegra að vera edrú að djamma. Þá hef ég meiri stjórn á aðstæðunum. Og ég hitti GE�VEIKT sætan gaur!!! Við erum að tala um drop-dead gorgeus! ÚÚÚ ég vona svo mikið að hann hringi í mig, hann var sjúklega sætur!!! Og geðveikt flottur btw. handboltagaur, geðveikt flottur. Og skemmtilegur líka, virtist mjög heilsteyptur karakter og þroskaður. Langar allavega að kynnast honum betur.

14.1.04

Rútínan tekur við

Jæja, skólinn er byrjaður á fullu, nóg að gera. Það er ekkert verið að slaka á, Rachael kennir okkur alveg helling sem þýðir að það er nóg lesefni framundan (ég er strax komin ca. 150 síður á eftir í lestri) en sem betur fer eru engin skilaverkefni í þessari viku þannig að við höfum morgundaginn og hinn daginn til að koma okkur af stað. Svo er náttúrulega helgin en ég ætla að reyna að þurfa ekki að læra þá svo að ég komist á bretti. Talandi um bretti hins vegar, þá fóru pabbi og systkini mín til �talíu í morgun í tíu daga skíða/brettaferð (*%#"). Ég væri svo mikið til í að fara með þeim! Mamma fór líka út í morgun, hún er að fara á einhverja ráðstefnu í Danmörku, þannig að ég er bara ein eftir á landinu, ekki það að það breyti neinu, þau búa í 350 km fjarlægð...

Ég skráði mig í ítölskukúrs núna á vorönninni. Mig hefur langað að læra ítölsku síðan ég var krakki. Hins vegar þá var ég að fatta núna áðan að áfanginn er kenndur á kl. 17:50-19:30 á miðvikudögum og fimmtudögum sem er versti tími sem hugsast getur. Það er seint um daginn þegar ég er orðin þreytt og pirruð og svo á dögum þegar ég er yfirleitt að vinna heimapróf eða að undirbúa mig fyrir skriflegt próf. Ég er frekar pirruð á þessu. Af hverju gat ekki allavega annar tíminn verið eftir skóla á mánudögum? Ég meina, á mánudögum er ég búin í skólanum kl. 14:15 þannig að ég væri kannski ekki alveg búin á því þegar loksins kæmi að ítölskutímunum. Og ekki nóg með það að tíminn sé hræðilegur heldur er hann kenndur uppá Sólborg sem er hryllilegt þar sem ég bý í miðbænum og á ekki bíl. Urg! Þetta fer frekar mikið í mig. Ég er búin að vera að spá hvort ég eigi bara að droppa þessu en mig hefur langað að læra ítölsku svo lengi. Hins vegar hefur mér alltaf fundist hryllilega leiðinlegt að læra tungumál... Æi, ég prófa þetta bara og segi mig úr námskeiðinu ef þetta er leiðinlegt.

8.1.04

Ok, hvernig breyti ég linkunum til vinstri á síðunni? Urg! Af hverju getur ekkert bara verið þar sem maður býst við því að finna það?! Ég er eins og karlmaður að því leyti að ég veit fátt hyllilegra en að þurfa að biðja um aðstoð varðandi tölvur. Ég veit að þær eru einfaldar og ég veit að ég er gáfaðri en þær og ég veit að þær gera bara nákvæmlega það sem maður segir þeim að gera en stundum eru forritararnir sem bjuggu til forritin sem ég er að reyna að nota bara líka vitlausari en ég. Tölvurnar sjálfar eru alveg ágætar. Það eru forritin sem eyðilegggja allt!

Prófið í gær gekk vel. Ég rúllaði þessu upp eins og ég sagðist ætla að gera.
Núna er aðaláhyggjuefni mitt hvað ég ætla að eyða tímanum í þangað til skólinn byrjar aftur á mánudaginn. Ég er orðin geðveikt leið á því að vera í jólafríi. Ég meina, hvaða heilvita manneskja er í jólafríi fram í miðjan janúar?! Ég er allavega löngu hætt að vera heilvita. Þegar ég var að labba heim úr skólanum í gær eftir prófið lá við að það helltist yfir mig þunglyndi. Spurningin sem barðist um í kollinum á mér var: hvað á ég nú að gera? Búin að læra fyrir prófið og taka það, það er einhvern veginn svo ómarkvisst að vera að reyna að skipuleggja glósur, undirbúa næstu önn... Æi ég veit það ekki. Ég vil bara að skólinn byrji aftur.

7.1.04

ég held að það segi ansi margt um mig að daginn sem ég valdi til þess að byrja að blogga er ég einnig að fara í frekar mikilvægt próf. En til þess að bæta upp fyrir þetta ætla ég að segja þetta gott í bili og fara að lesa um meginreglur laga og eðli máls núna og blogga seinna í dag. (right)